
Marel hf. – Innlausn á hlutum í Marel hf.
Vísað er til kauphallartilkynningar Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) þann 20. desember 2024 um niðurstöður valfrjáls tilboðs („tilboðið“) John Bean Technologies Europe B.V. („tilboðsgjafi“), félags í fullri eigu John Bean Technologies Corporation („JBT“), í alla útgefna og útistandandi hluti í Marel. Í kjölfar uppgjörs tilboðsins hefur tilboðsgjafi eignast samtals 725.338.954 hluti í Marel, jafnvirði 97,5% af hlutafé og atkvæðisrétti í félaginu.