Drög að dagskrá:
- Fundarsetning. Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins
- Grein 2.1. Tillaga um breytingu á grein 2.1 með því að fjarlægja eftirfarandi tilvísun í sérákvæði um hækkun hlutafjár:
„(Sérákvæði um hlutafjárhækkanir er að finna í grein 15).“ - Grein 4.13. Tillaga um að fella niður tilvísanir í boðun aðalfunda skv. greinum 4.16 og 4.17 þar sem tilvísanirnar eru óþarfar. Í samræmi við það yrði grein 4.13 breytt og yrði svohljóðandi:
„Aðalfund skal halda innan átta mánaða frá lokum reikningsárs ár hvert.“ - Grein 4.16. Tillaga um breytingu á grein 4.16 þannig að hægt sé að boða til fundar innan 14 daga, í samræmi við lög, í stað 21 dags. Auk þess er lagt til að sleppa tilvísun í lög um hlutafélög. Þar af leiðandi myndi ákvæðið hljóða svo:
„Þegar lögmæt krafa um fundarhald er fram komin skal stjórninni skylt að boða til fundar innan 14 daga frá því er henni barst krafan.“ - Grein 4.18. Tillaga um breytingu á grein 4.18 með því að fella niður tilvísun í notkun áreiðanlegra miðla til að tryggja virka dreifingu til almennings, þar sem það mun ekki lengur eiga við eftir afskráningu félagsins úr kauphöll. Ákvæðið myndi hljóða svo:
„Hluthafafundir skulu boðaðir með rafrænum hætti til að tryggja skjótan aðgang að upplýsingunum á jafnréttisgrundvelli.“ - Grein 4.19. Tillaga um breytingu á grein 4.19 þannig að kveðið verði á um að boða megi hluthafafundi með tveggja vikna fyrirvara og felld niður tilvísun til laga um hlutafélög. Ákvæðið myndi hljóða svo:
„Hluthafafundir skulu boðaðir með skemmst tveggja vikna fyrirvara.“ - Grein 4.20. Tillaga um breytingu á grein 4.20 með því að einfalda og færa til samræmis við lög og án þess að fyrirhuguð dagskrá þurfi að uppfylla sérstakar aðrar kröfur. Ákvæðið myndi hljóða svo:
„Í fundarboði skal að minnsta kosti greina frá drögum að dagskrá.“ - Grein 4.22. Tillaga um breytingu á grein 4.22 með því að fella brott orðalag um kröfur samkvæmt lögum sem á betur við um fyrirtæki með stóran hluthafahóp. Ákvæðið myndi hljóða svo:
„Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi, ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins.“ - Grein 5.1. Tillaga um breytingu á grein 5.1 þannig að aðeins þrír sitji í stjórn félagsins:
„Aðalfundur félagsins kýs árlega þrjá (3) menn í stjórn félagsins. Um hæfi þeirra fer að lögum.“ - Grein 5.2. Tillaga um breytingu á grein 5.2 til að einfalda orðalag um kynjahlutföll, þar sem hluthöfum mun fækka verulega:
„Við stjórnarkjör skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Sama gildir um kynjahlutföll meðal varamanna, ef við á.“ - Grein 5.5. Tillaga um breytingu á grein 5.5 til að stytta frest einstaklinga til að lýsa framboði til stjórnar úr 10 dögum í 2:
„Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar skulu lagðar fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins eigi síðar en 2 dögum fyrir hluthafafund.“ - Grein 6.3. Tillaga um að fella niður grein 6.3 þar sem stærsti hluthafi félagsins hyggst hefja innlausn minnihlutaeigenda. Grein 6.4 verður grein 6.3.
- Grein 8.2. Tillaga um breytingu á grein 8.2 til að skýra orðalag um atkvæði stjórnarformanns:
„Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum, falli atkvæði jöfn þá skal atkvæði stjórnarformanns ráða úrslitum.“ - Grein 8.8. Tillaga um að fella niður grein 8.8 og fyrirsögnina „Stjórnarnefndir“ þar sem undirnefndir fyrir stjórn félagsins verða ekki skipaðar þegar félagið hefur verið afskráð af skipulegum mörkuðum.
- Grein 15. Tillaga um að fella niður í heild sinni grein 15 þar sem ekki þarf að hafa sérstök ákvæði um hlutafjáraukningu með færri hluthöfum. Grein 16 verður grein 15.
- Grein 2.1. Tillaga um breytingu á grein 2.1 með því að fjarlægja eftirfarandi tilvísun í sérákvæði um hækkun hlutafjár:
- Kosning stjórnar félagsins
- Önnur mál löglega upp borin og fundarslit
Skráning á fundinn
Bent er á að hluthafar sem eiga bæði hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi og í Euronext kauphöllinni í Amsterdam, verða að fara eftir leiðbeiningum fyrir hvorn markað um sig.
- Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð á Nasdaq á Íslandi skrá þátttöku á fundinn á fundarstað á fundardegi. Hluthafar skulu framvísa gildum skilríkjum og eftir atvikum umboði við skráningu. Opnað verður fyrir skráningu klukkustund fyrir upphaf fundarins, kl. 15:00 þann 13. janúar 2025.
- Hluthafar sem eiga hlutabréf skráð í Euronext kauphöllinni í Amsterdam skrá þátttöku á fundinn með milligöngu vörsluaðila hlutabréfanna. ABN AMRO er umboðsaðili Marel vegna hlutabréfa sem skráð eru í Euronext kauphöllinni og vörsluaðilar skrá þátttöku á fundinn í gegnum vefsíðuna www.abnamro.com/intermediary . Hluthafar geta einnig skráð sig á fundinn í gegnum vefsíðuna www.abnamro.com/evoting. Opnað verður fyrir skráningu á fundinn klukkan 9:00 þann 30. desember 2024 og skal skráning hafa borist félaginu fyrir kl. 18:00 föstudaginn 10. janúar 2025. Vinsamlegast athugið að ekki er mögulegt að skrá þátttöku á fundinn á fundarstað á fundardegi.
Fundarstörf munu fara fram á ensku. Hluthafar eiga rétt á að tilnefna umboðsmann til að mæta og kjósa fyrir sína hönd.
Framboð til setu í stjórn félagsins skulu berast skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti 14 dögum fyrir upphaf fundar þ.e. í síðasta lagi fyrir kl. 16 mánudaginn 30. desember 2024, á netfangið agm@marel.com
Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til stjórnar. Tillögum og fylgiskjölum skal skilað til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir fundinn, þ.e. í síðasta lagi fyrir kl. 16 mánudaginn 6. janúar, á netfangið agm@marel.com
Á vef félagsins, marel.com/egm er að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við hluthafafundinn, þ.m.t. upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir fundinn, tillögur stjórnar félagsins, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu þann 23. desember 2024.
Dagskrá fundarins og endanlegar tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum 14 dögum fyrir fundinn á marel.com/egm
Stjórn Marel hf.