Tilboðsgjafi og stjórn Marel hafa í sameiningu ákveðið, frá og með deginum í dag, 2. janúar 2025, að tilboðsgjafi innleysi alla eftirstandandi og útistandandi hluti í Marel sem ekki voru seldir tilboðsgjafa í tilboðinu í samræmi við ákvæði 24. og 25. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 110. gr. laga nr. 108/2007 um yfirtökur.
Það verð sem boðið er í innlausninni er 3,60 evrur á hvern hlut í Marel (538 kr. á hlut miðað við gengi ISK/EUR 149,5) („innlausnarverðið“). Sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel geta eftirstandandi hluthafar valið á milli þess (a) að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé, (b) að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé og (c) að fá afhenta 0,0407 hluti í JBT. Val hluthafa skal háð hlutföllun (e. proration) að sama leyti og í tilboðinu. Þeir hluthafar í Marel sem gefa ekki upp svar munu fá, fyrir hvern hlut í félaginu, afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé. Þetta mun leiða til þess að hluthafar Marel fá, samanlagt bæði í gegnum tilboðið og innlausnina, um 950 milljónir evra í reiðufé og um 38% eignarhlut í sameinuðu félagi JBT og Marel.
Frekari upplýsingar um innlausnina má finna í tilkynningu til hluthafa Marel sem fylgir sem viðhengi við þessa tilkynningu ásamt framsalseyðublaði og er jafnframt birt á vefsíðum JBT, Marel og Arion banka hf.
Innlausnarverðið felur í sér sama verð og greiðslumöguleika og hluthöfum Marel var boðið í tilboðinu. Engar greiðslur, eða hlutfallslegar greiðslur eftir því sem við á, sem hluthafar fá í innlausnarferlinu skulu vera hærri en hluthafar í Marel fengu sem endurgjald í tilboðinu.
Innlausnarferlið hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma þann 2. janúar 2025 og rennur út klukkan 17:00 að íslenskum tíma þann 30. janúar 2025. Gert er ráð fyrir því að uppgjör vegna innlausnarinnar fari fram eins fljótt og auðið er að loknu innlausnartímabilinu.
Notice To Shareholders
Share Transfer Form