Marel: JBT birtir nánari upplýsingar um niðurstöður yfirtökutilboðsins

Abstract 6.jpg

Valfrjálst yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation („JBT”) í öll útgefin og útistandandi hlutabréf í Marel hf. rann út kl. 12:00 á hádegi í dag, 20. desember 2024. Öll skilyrði tilboðsins hafa nú verið uppfyllt, þar með talið samþykki hluthafa Marel sem eiga yfir 90% af útgefnum og útistandandi hlutum í félaginu.

JBT hefur birt nánari upplýsingar um niðurstöður yfirtökutilboðsins með tilkynningu til bandaríska verðbréfaeftirlitsins (US Securities and Exchange Commission).

Hægt er að nálgast 8-K eyðublaðið ásamt frekari upplýsingum á fjárfestavef JBT.

Spurningar hluthafa um tilboðsferlið

Þeir hluthafar sem eiga hlutabréf í félaginu skráð hjá Nasdaq Iceland hf. geta haft samband við Arion banka hf. með spurningar í tengslum við samþykktarferli og/eða uppgjör tilboðsins á netfangið assistance.marel2024@arionbanki.is.

Þeir hluthafar sem eiga hlutabréf í félaginu skráð á Euronext Amsterdam skulu hafa samband við sinn vörsluaðila til þess að nálgast upplýsingar um samþykktarferli og/eða uppgjör tilboðsins. Vörsluaðilar og hluthafar geta haft samband við ABN AMRO Bank N.V. með spurningar á netfangið corporate.broking@nl.abnamro.com.

Fjármálaráðgjafar Marel vegna yfirtökutilboðsins eru J.P. Morgan auk þess sem Rabobank veitti stjórn félagsins sjálfstætt álit varðandi sanngirni á greiðslu til hluthafa í yfirtökutilboðinu. Lagalegir ráðgjafar eru Baker McKenzie (Bandaríkin), BBA/Fjeldco (Ísland), og Osborne Clarke (Holland).

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið ir@marel.com og í síma 563 8001.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu. Marel var stofnað árið 1983 og hjá félaginu starfa um 7.100 starfsmenn í yfir 30 löndum (þar af um 700 starfsmenn á Íslandi) og þjónusta viðskiptavini í yfir 140 löndum. Lykilmarkaðir félagsins eru í vinnslu alifugla, kjöts, fisks, gæludýrafóðurs, plöntupróteina og fóðurs fyrir fiskeldi. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og Euronext Amsterdam og skilaði 1,7 milljarði evra í tekjur árið 2023 (257 milljarðar króna), en 46% af heildartekjum koma frá þjónustu og varahlutum. Árlega fjárfestir Marel 5-6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun, eða um 15 milljörðum króna árið 2023, með áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Frekari upplýsingar má finna á marel.com/ir.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password