Stjórn óskar eftir áfskráningu hlutabréfa hjá Nasdaq Iceland og á Euronext Amsterdam

Abstract (2).jpg (2)

Stjórn Marel hf. samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins hjá Nasdaq Iceland og á Euronext Amsterdam, eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda.

Ákvörðun stjórnar fylgir í kjölfar samþykkis hluthafa Marel hf. sem eiga um það bil 97,5% af útgefnum og útistandandi hlutum í félaginu á valkvæðu yfirtökutilboði JBT Corporation, sem tilkynnt var um föstudaginn 20. desember 2024.
Hlutabréf sameinaðs félags, JBT Marel Corporation (JBTM), verða áfram skráð á New York Stock Exchange (NYSE) og tvískráð á Nasdaq Iceland, en samþykki Nasdaq Iceland á tvískráningu félagsins á markað liggur þegar fyrir. Gert er ráð fyrir að hlutabréf JBTM muni verða tekin til viðskipta á bæði NYSE og Nasdaq Iceland þann 3. janúar 2025.


Get in touch

Our dedicated team is here to help and answer any questions you may have. Please complete the form, and we’ll get back to you as soon as possible. We look forward to hearing from you.

Login to get full access

Enter password to continue

Wrong password